Við hjá Djúpalóni eigum það sameiginlegt að elska sjávarfang og allt sem því viðkemur. Við trúum að fiskmeti sé hollasti, besti og ljúffengasti kosturinn þegar kemur að vali á matardiskinn. Úrval Djúpalóns er mjög fjölbreytt þannig allir geta fundið gómsæti við sitt hæfi. Okkar metnaður liggur í að að uppfylla þarfir og væntingar viðskiptavina með gæða þjónustu og frábæri vöru á hagstæðu verði.
Við hugum líka að umhverfinu með því að velja umhverfisvænan ferðamáta úr og í vinnu og er hjólið okkar fyrsti kostur.
Pétur Þ. er stofandi og framkvæmdarstjóri Djúpalóns. Hann hefur unnið við sjávarútveg alla sína starfstíð. Hann er fisksali af lífi og sál og það þekkir enginn betur vöruna en hann. Hann sér um samskipti & sölu og ótal margt fleira. Gsm síminn hans er 820-4200 og tölvupóstur: petur@djupalon.is
Dagur, Pétur K., Lukas og Frank Aron eru bílstjórar Djúpalóns.
Í sameiningu sjá þeir um að koma réttu vörunum á réttan stað á réttum tíma.
Jóhanna er markaðs – og viðskipafræðingur og sér um stjórnun fjár-og markaðsmála. Ef það eru spurningar varðandi reikninga eða annað sem tengist bókhaldi eða markaðsmálum endilega sendið tölvupóst á: johanna@djupalon.is
Hlökkum til að heyra í þér!
Kær kveðja,
Starfsfólk Djúpalóns
Mynd tekin í janúar 2020. Pétur Þ., Dagur og Pétur K. eru alltaf tilbúnir í slaginn og líta bjartir fram á veginn.