Fjölbreytt úrval

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval,  allt frá þorski sem veiðist við Ísland strendur til framandi tegunda úr öllum heimsins höfum.

Til að sjá vörubækling smellið   hér.

Hér er smá brot af því sem við bjóðum upp á:

Kanadíski humarinn er ein af vinsælustu vörunum hjá okkur. Þessi tegund af humri veiðist einna helst við austurströnd Ameríku. Skelin  er blágræn á litin þegar humarinn er hrár en við eldun verður hún fallega rauð. Það kemur  á óvart hversu stór, mjúkur og safaríkur hann er.

Kónga – og risarækja eru gómsætar og bráðhollar eins og allt sjávarfang. Kóngarækjan er með skel og kemur í stærð 6/8 og er “easy peal”. Risarækjan er skelflett og kemur í mörgum stærðum.

Túnfiskurinn er mjög vinsæll enda algert sælgæti. Hann er bæði notaður til Sushi gerðar og sem steikur.

Smelltu á myndina til að sjá vörubæklinginn
Vörubæklingur Djúpalóns