Fréttir

09.09.2019

LÍFIÐ ER SALTFISKUR!

Í tilefni af SALTFISKVIKU ætlum við að bjóða upp á frábært tilboðsverð á léttsöltuðum þorskhnökkum með roði. Tilboðið stendur frá 4. til 15. september.

24.07.2019

Við erum vel merkt.

Við erum staðsett við Skemmuveg í Kópavogi. Bæði bílarnir og húsnæðið er vel merkt þannig Djúpalón ætti ekki að fara fram hjá neinum. Verið ávalt  velkomin að hafa samband í síma: 588-7900 – síminn er opinn alla virka daga frá 08:00-17:00.

04.04.2019

Þetta auka extra!

Gott hráefni er lykill að ljúffengri matargerð og þá sérsaktlega þegar dekra á vel við bragðlaukana. Þess vegna notum við aðeins fersk hráefni þegar kemur að soðgerð sem gefur því  þetta auka extra sem allir eru að leita eftir.

Það eru aðeins notuð fersk hráefni við gerð á Djúpalóns humarsoðinu. Enda er það það besta í bænum og hefur fengið frábærar viðtökur.

22.03.2019

Glænýr vörubæklingur!

Okkar markmið er fyrst og fremst að bjóða viðskiptavinum okkar upp á þetta “auka extra” sem skapast meðal annars með frábæri sveiganlegri þjónustu og fjölbreyttu úrvals hráefni á góðu verði.
Við vorum að uppfæra vörubæklinginn sem sýnir á einfaldan máta þann fjölbreytileika sem við bjóðum upp á. Endilega smellið HÉR til að sjá “allt það góða úr djúpinu“.

03.03.2019

Vegna aukinna verkefna leitum við eftir kraftmiklum og ábyrgðarfullum einstaklingi til starfa við pökkun og útkeyrslu.

Starfið felur í sér að pakka vörum félagsins og keyra þær út til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Óskað er eftir reyklausum og reglusömum einstaklingi með ríka þjónustulund og góða samskiptafærni.

Hæfniskröfur:
– Samviskusemi, dugnaður og metnaður til að leggja sig fram
– Þjónustulund
– Góðir samskiptahæfileikar
– Stundvísi, heiðarleiki og rík ábyrgðartilfinning
– Hreint sakavottorð

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið djupalon@djupalon.is
Nánari upplýsingar í síma 588-7900.

07.02.2019

Hefur þú smakkað “Tuna Poke” skál?
Ný spennandi vara sem hefur slegið í gegn!

Tuna Poke salatskál er girnilegur forréttur og líka frábær sem létt, holl máltíð í hádeginu. Uppistaðan í skálinni er Yellowfin Tunasteik sem hefur verið skorinn niður í mátulega munnbita. Tuna Poke skálar hafa  slegið í gegn á veitingastöðum víða um heim þó aðalega vestan hafs. Þær eru gjarnan í boði á betri Sushi stöðum.

Margar gómsætar uppskriftir eru til af Tona Poke salatskálum og best er að sjálfsögðu að þróa sína eigin. En látum hér eina ofur einfalda fylgja með sem hægt er að útbúa á nokkrum mínútum.

Innihald

 • ½ kg Tuna Poke
 • ¼  bolli soya sósa
 • 1 tsk hrísgrjóna vinegar
 • 1 ½  tsk sesame olía
 • ¾  tsk rauðar pipar flögur
 • 1/3  bolli graslaukur (saxaður smátt)
 • 1/2  tsk. seasame fræ
 • 2 bollar brún hrísgrjón ( eða hvít) elduð.
 • 2 bollar spínat
 • Annað gómsætt grænmeti eftir smekk.

Leiðbeiningar

 1. Setjið Tuna Poke í miðlungs stóra skál og blandið soya, vinegar, sesame olíu, pipar, graslauk og fræjum saman við. Berið fram strax eða látið standa í leginum í ísskáp í hámark tvo tíma.
 2. Bætið hrísgrjónum, salatblöðum og öðru grænmeti eftir smekk í skálina. Til dæmis gúrku, avocato, engifer svo dæmi sé tekið.Bon Appétit!

31.01.2019
Humarsoð frá Djúpalóni
– fátt betra en heit bragðgóð súpa í kuldanum.
Gott humarsoð er nauðsynlegur grunnur í allar góðar humarsúpur og því mikilvægt fyrir veitingastaði og önnur stóreldhús að eiga.  Soðgerðin sjálf er tímafrek en soðið þarf að malla í marga klukkutíma til þess að ná bestu hugsanlegu gæðunum. Einnig  þarf mikið magn af humarklóm og skeljum. Til þess að auðvelda viðskiptavinum okkar lífið höfum við hjá Djúpalóni hafið framleiðslu á bragðmiklu gæða humarsoði og hafa viðtökur verið hreint frábærar. En fátt er betri en heit bragðgóð humarsúpa í kuldanum. Með því að eiga tilbúið soð tekur enga stund að laga ljúffenga humarsúpu eftir smekk hvers og eins.

24.01.2019
Við elskum að leita og finna
Hér á heimasíðu Djúpalóns verður alltaf hægt að nálgast ferskan vörubækling  sem sýnir flest allt sem við höfum upp á að bjóða. Annars stendur ekki á okkur –  við getum nálgast nánast allt svo framalega sem það kemur úr hafinu!  Þannig endilega ef það eru séróskir ekki hika við að spyrja – við elskum að leita og finna.

23.01.2019
Fyrsti í þorra á morgun
Bóndadagurinn er á morgun og því bjóðum við upp á vel kæstan frábæran hákarl og Vestfirskan harðfisk sem er ómissandi á veisluboðið yfir þorran.