Fréttir

15.11.2022

NEYÐARKALLINN 2022 ER BÖRUKONA!

Djúpalón er stoltur styrktaraðila Landsbjargar og nú hefur börukonan bæst við safnið okkar.
Neyðarkallinn er ein stærsta fjáröflun björgunarsveita landsins finnst okkur
gríðarlega miklvægt að styðja þeirra fallega starf.
Áfram Ísland!


13.10.2022

FYRIRMYNDAR FYRIRTÆKI Í REKSTRI 2022

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2022.

Það er mikill heiður að vera á meðal 2,3% fyrirtækja á Íslandi sem eru til fyrirmyndar í rekstri.
Þá sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að Djúpalón er aðeins 5 ára á þessu ári og því afar ungt fyrirtæki og því enn meiri ástæða að vera stolt með árangurinn.

Fyrirmyndarstarfsmenn frá vinstri: Pétur K, Pétur Þ, Dagur, Lukas og Frank Aron.

11.05.2022

Vantar þig fjölbreytt og skemmtilegt starf í sumar eða framtíðarstarf?Við erum að leita að traustum og góðum bílstjóra sem getur einnig tekið til hendinni við lagerstörf og önnur tilfallandi verkefni.

 

Vinnutími 8:00-16:00 þannig nægur tími eftir vinnu til að slaka og njóta.
 
Óskað er eftir reyklausum og reglusömum einstaklingum með ríka þjónustulund og góða samskiptafærni. Meirapróf ekki nauðsynlegt.
Áhugasamir hafið samband með því að senda ferilskrá og nánari upplýsingar í
tölvupóst á johanna@djupalon.is 

Sumarafleysingin þarf helst að geta byrjað strax.

_____

20.12.2021

OSTRUR OG BUBBLUR!
Um jól og áramót bíður Djúpalón upp á hágæða ferskar lifandi Ostrur og eru þær orðnar ómissandi liður hjá mörgum um hátíðarnar. Það þarf oft mikið hugrekki til að smakka Ostrur í fyrsta skiptið en bragðið er engu öðru líkt og fátt sparilegra en að skola þeim niður með freyðandi Bubblum.

_______

20.09.2021
Það mallar í nýju og fersku humar-og grjótakrabbasoði hér daglega og
gómsætur ilmurinn fyllir húsið. Einungis hrein og fersk hráefni eru notið í soðið
humarklær, ferskt grænmeti og kryddjurtir sem láta bragðlaukana dansa.
Heit, næringarrík og braðgóð súpa er hinn allra allra besti haustmatur.

_______

13.07.2021

Í júlí er nauðsynlegt að grilla lax  – sama hvort sólin skín eða ekki!
Hér er ein lauflétt, gómsæt og bráðholl sumaruppskrift.

  • laxaflak
  • tveir hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 1 lítill skalottlaukur, saxaður
  • 2 msk majónes
  • 2 tsk sojasósa
  • fersk basilika, söxuð ( ein lúka)
  • 4 graslaukar, smátt saxaðir
  • 1 sítróna, fínt rifin
  • pipar ( eftir smekk)
  • gróft salt ( eftir smekk)

Hitaðu grillið. Settu laxinn á þrefallt lag af álpappír. Penslaðu létt með ólífuolíu.

Saxaðu hvítlauk og skarlottlaukinn og settu í skál. Blandaðu majónesi, sojasósu og smá salti með, hrærðu saman. Settu þykkt lag af majónessósunni ofan á laxinn. Dreyfðu basilíku og graslauk yfir sósuna. Rífið smá sítrónubörk ofan á með salt og pipar eftir smekk.

Grillið laxinn á góðum hita í 7 til 10 mínútur.  Settu afganginn af ferskum graslauk og basiliku ofan á og toppaðu með ferskri sítrónusneið.

Meðlætið gæti verið grillað grænmeti, aspas og/eða brauð.

Laxinn færðu ferskan í öllum bestu fiskverslunum.

16.02.2021

DJÚPALÓN ER AÐ RÁÐA! 

Starfið felur í sér tiltekt vörupantana, lagerstörf, útkeyrslu og samskipti við viðskiptavini. Ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Um er að ræða fullt starf.

Óskað er eftir reyklausum og reglusömum einstaklingi með ríka þjónustulund og góða samskiptafærni.

Sendið ferilskrá og kynningarbréf á:  johanna@djupalon.is

Helstu verkefni og ábyrgð

 -Lagerstörf inn á frystilager

 -Tiltekt vörupantana

 -Útkeyrsla

 -Samskipti við viðskiptavini

 -Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

 -Samviskusemi, dugnaður og metnaður 

 -Þjónustulund og afburðahæfni í mannlegum samskiptum

 -Stundvísi, heiðarleiki og rík ábyrgðartilfinning

 -Reynsla af sambærilegu starfi mikill kostur

 -Hreint sakavottorð

 -Bílpróf

 -25 ára og eldri

 -Icelandic speaking only


26.11.2020

Stóru Neyðarkarlarnir. Björgunvarsveitastelpan 2019 og Björgunarsveitahundurinn 2020.

VIÐ STYRKJUM STOLT LANDSBJÖRG!

Í dag er appelsínugul viðvörun og af því tilefni hvetjum við alla til að fara varlega hvort sem er við útivist eða í umferðinni. Djúpalón styrkir Landsbjörg  en það fyllir okkur öryggi að vita af þessu mikilvæga hjálparstarfi sem ofurhugar sinna í sjálfboðavinnu. Þessar hetjur  bjarga oft mannslífum við hættulegar aðstæður en með því að styrkja þeirra starf hjálpum við þeim að bjarga öðrum.


19.11.2020

Humar gerir alla rétti að veislu

HUMAR GERIR ALLT BETRA!

Það skemmtilegasta við eldamennsku á humri er hann býður upp á endalausa fjölbreytni í matreiðslu.
Jafn hversdagslegur matur eins og pizza, pasta og samlokur verða að gómsætum veisluréttum sem gæla við bragðlaukana ef humar er aðalhráefnið.

Humarpizzur, humarborgarar, humarsúpa, humarpasta, humarsamloka, humarpylsa, grillaður humar, humar í ofni eða hvítlaukssteiktur humar á pönnu –  fjölbreytnin er endalaus og best er að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín. Humar er hollur, bragðgóður, safaríkur, girnilegur, mjúkur og einfaldlega bestur þegar gera á vel við sig.

Við hjá Djúpalóni eigum til allar stærðir að humri hvort sem er  með eða án skeljar. Einnig hefur stóri Kanadíski humarinn aldrei verið vinsælli. Hefur þú prófað hann?

10.09.2020

Hráar risarækjur

Salat er ekki bara salat!

Ef notað er góð próteinrík fæða í salatið getur það orðið hin besta veisla. Það verður saðsamara, bragðbetra og hollara.  Tilvalið er að nota safaríkar risarækjur en þær gera salatið allt í senn létt, ljúffengt og heilnæmt. Hér látum við fylgja eina af uppáhalds uppskriftum okkar af sælkera risarækju salati.

Sælkera Risarækjusalat 

Það sem þarf er:

  • 1 pakki Djúpalóns risarækjur / fást í Krónunni og Hagkaup
Sælkera Risarækjusalat
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 stk. lime
  • 250 g spínat
  • 1 mangó
  • 2 lítil avocadó
  • 7 kirsuberja tómatar
  • 1 lítil krukka fetaostur
  • Setjið Djúpalóns risarækjurnar í skál, dreifið fín skornum hvítlaukinn yfir, rífið börkinn af 1 lime, kryddið með salt & pipar. Hellið 3 msk. ólívu olíu yfir og blandið. Látið rækjurnar liggja í kryddleginum í smá stund eða  meðan salatið er útbúið. Setjið spínatið á disk. Skerið mangóið, avocadó og kirsuberja tómatana niður í munn bita og raðið ofan á spínatið og dreifið feta ostinum yfir, Steikið risarækjurnar á pönnu upp úr kryddleginum þangað til þær eru orðnar bleikar í gegn (passa að elda ekki of mikið), raðið þeim ofan á salatið og hellið kryddleginum yfir. Rífið kóríander, skerið rauðan chilli og dreifið yfir salatið ef smekkur er fyrir því. Gott er að bera fram með grófu brauði, góðir olíu og íslensku ísköldu kranavatni 🙂

    Verði þér að góðu. 

    11.06.2020

    Stækkandi hópur

    Vegna aukinna umsvifa höfum við fengið Árna Frey Arngrímsson í hópinn til okkar. Árni kemur frá Akureyri og er Sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum þar. Í sumar mun hann sinna fjölbreyttum verkefnum en aðalega koma gómsæta sjávarfanginu okkar á réttan stað á réttum tíma til allra viðskiptavina Djúpalóns.

    Við bjóðum Árna velkominn í hópinn. 🙂

    29.05.2020

    Hjólað í vinnuna 2020

    Við hjá Djúpalóni tókum þátt í hjólað í vinnuna og lentum í öðru sæti. Að sjálfsögðu erum við afar stolt af því og stefnan sett á það fyrsta næsta ár.

    Frá vinstri Pétur K, Jóhanna og Dagur.
    Pétur Þ. vantar á myndina.

    10.03.2020

    Lúxus Styrjuhrogn

    Við bjóðum upp á lúxus Styrjuhrogn en þetta einstaka sjávargóðgæti þekkist af  ljúfu og mildu sjávarbragði með keimi af möndlu sem skapar hið fullkomna jafnvægi.

    Þau eiga  frábærlega við þegar halda á upp á eitthvað sérstakt en líka ef það á að lífga upp á hversdaginn og gera vel við bragðlaukana og þannig skapa skemmtilegan dagamun.  Leyfið ykkur smá lúxus og bjóðið upp á  Royal Premium Styrjuhrogn frá Djúpalón.

    17.02.2020

    DJÚPALÓNS ÞORSKHNAKKAR! 

    Atlandshafsþorskurinn (Gadus morhua morhua) hefur alla tíð verið verðmætasti nytjafiskur Íslendinga. Hnakkastykkið er bragðbesti hluti þorskins og er sannkölluð höfðingjafæða.
    Það sem  þorskur hefur fram yfir aðrar tegundir er að hann er feitari og hlutlausari á bragðið ef miðað er til dæmis við Ýsu þar sem fiskibragðið er sterkara. Hnakkinn á Þorskinum er besti bitinn mjúkur, safaríkur og bráðhollur.  Í raun er hægt að aðlaga bragðið algjörlega eftir smekk hvers og eins með góðu kryddi til að mynda ferskum kryddjurtum, sjávarsalti og fleira girnilegu.

    Þorskurinn sem Djúpalón býður upp á er villtur og veiðist í köldu
    Norður Atlandshafi. Sem gerir gæði fisksins enn betri. Margir í dag aðhyllast lágkolvetna fæði og má með sanni segja að þorskurinn flokkist undir það mataræði.

    Þetta eru ástæðurnar hvers vegna þú átt að velja þorsk!

    • Villibráð
    • Stútfullur af Omega 3 fitusýrum, hágæða próteini, D- vítamíni auk steinefnana joð og selen
    • Hlutlaust bragð og þannig hægt að aðlaga eftir smekk hvers og eins
    • Hnakkastykkið er mjúkt safaríkt og besti bitinn – sannkölluð fæða fyrir höfðingja.

    Djúpalón býður bæði upp á léttsaltaða Þorskhnakka með roði og einnig Þorskhnakka roð & beinlausa ósaltaða. Sölueininginn er 2 kg í öskju.

    20.01.2020

    Spennandi nýjungar á matseðli!

    Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval sem er skemmtileg viðbót á gómsætum matseðli á nýju ári.  Sjá vöruúrval með því að smella hér.

    14.11.2019

    NÝ VARA!  Djúpalóns fiski-PATÉ

    Sérframleitt gómsætt Djúpalóns Paté  er komið í vöruúrval. Um tvær tegundir er að ræða sem eru
    Laxa- og Skelfiskpaté. Þessi ljúffenga vara verður einungis til fram að jólum og er algjörlega ómissandi á jólahlaðborðið.

    21.10.2019

    NÝ VARA!  Djúpalóns hákarl 

    Hefðin hefur verið að kæstur hákarl hefur einungis verið í boði í verslunum í kringum þorrann. En vegna aukinnar eftirspurnar verður héðan í frá Djúpalóns hákarl í boði allan ársins hring í vel völdum verslunum.

    Nú er ekki annað að gera en gera  sér glaðan dag og gæða sér á nokkrum vel kæstum bitum sem bætir,  hressir og kætir.

    09.09.2019

    LÍFIÐ ER SALTFISKUR!

    Í tilefni af SALTFISKVIKU ætlum við að bjóða upp á frábært tilboðsverð á léttsöltuðum þorskhnökkum með roði. Tilboðið stendur frá 4. til 15. september.

    24.07.2019

    Við erum vel merkt.

    Við erum staðsett við Skemmuveg í Kópavogi. Bæði bílarnir og húsnæðið er vel merkt þannig Djúpalón ætti ekki að fara fram hjá neinum. Verið ávalt  velkomin að hafa samband í síma: 588-7900 – síminn er opinn alla virka daga frá 08:00-17:00.

    04.04.2019

    Þetta auka extra!

    Gott hráefni er lykill að ljúffengri matargerð og þá sérsaktlega þegar dekra á vel við bragðlaukana. Þess vegna notum við aðeins fersk hráefni þegar kemur að soðgerð sem gefur því  þetta auka extra sem allir eru að leita eftir.

    Það eru aðeins notuð fersk hráefni við gerð á Djúpalóns humarsoðinu. Enda er það það besta í bænum og hefur fengið frábærar viðtökur.

    22.03.2019

    Glænýr vörubæklingur!

    Okkar markmið er fyrst og fremst að bjóða viðskiptavinum okkar upp á þetta “auka extra” sem skapast meðal annars með frábæri sveiganlegri þjónustu og fjölbreyttu úrvals hráefni á góðu verði.
    Við vorum að uppfæra vörubæklinginn sem sýnir á einfaldan máta þann fjölbreytileika sem við bjóðum upp á. Endilega smellið HÉR til að sjá “allt það góða úr djúpinu“.

    03.03.2019

    Vegna aukinna verkefna leitum við eftir kraftmiklum og ábyrgðarfullum einstaklingi til starfa við pökkun og útkeyrslu.

    Starfið felur í sér að pakka vörum félagsins og keyra þær út til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

    Óskað er eftir reyklausum og reglusömum einstaklingi með ríka þjónustulund og góða samskiptafærni.

    Hæfniskröfur:
    – Samviskusemi, dugnaður og metnaður til að leggja sig fram
    – Þjónustulund
    – Góðir samskiptahæfileikar
    – Stundvísi, heiðarleiki og rík ábyrgðartilfinning
    – Hreint sakavottorð

    Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið djupalon@djupalon.is
    Nánari upplýsingar í síma 588-7900.

    07.02.2019

    Hefur þú smakkað “Tuna Poke” skál?
    Ný spennandi vara sem hefur slegið í gegn!

    Tuna Poke salatskál er girnilegur forréttur og líka frábær sem létt, holl máltíð í hádeginu. Uppistaðan í skálinni er Yellowfin Tunasteik sem hefur verið skorinn niður í mátulega munnbita. Tuna Poke skálar hafa  slegið í gegn á veitingastöðum víða um heim þó aðalega vestan hafs. Þær eru gjarnan í boði á betri Sushi stöðum.

    Margar gómsætar uppskriftir eru til af Tona Poke salatskálum og best er að sjálfsögðu að þróa sína eigin. En látum hér eina ofur einfalda fylgja með sem hægt er að útbúa á nokkrum mínútum.

    Innihald

    • ½ kg Tuna Poke
    • ¼  bolli soya sósa
    • 1 tsk hrísgrjóna vinegar
    • 1 ½  tsk sesame olía
    • ¾  tsk rauðar pipar flögur
    • 1/3  bolli graslaukur (saxaður smátt)
    • 1/2  tsk. seasame fræ
    • 2 bollar brún hrísgrjón ( eða hvít) elduð.
    • 2 bollar spínat
    • Annað gómsætt grænmeti eftir smekk.

    Leiðbeiningar

    1. Setjið Tuna Poke í miðlungs stóra skál og blandið soya, vinegar, sesame olíu, pipar, graslauk og fræjum saman við. Berið fram strax eða látið standa í leginum í ísskáp í hámark tvo tíma.
    2. Bætið hrísgrjónum, salatblöðum og öðru grænmeti eftir smekk í skálina. Til dæmis gúrku, avocato, engifer svo dæmi sé tekið.Bon Appétit!

    31.01.2019
    Humarsoð frá Djúpalóni
    – fátt betra en heit bragðgóð súpa í kuldanum.
    Gott humarsoð er nauðsynlegur grunnur í allar góðar humarsúpur og því mikilvægt fyrir veitingastaði og önnur stóreldhús að eiga.  Soðgerðin sjálf er tímafrek en soðið þarf að malla í marga klukkutíma til þess að ná bestu hugsanlegu gæðunum. Einnig  þarf mikið magn af humarklóm og skeljum. Til þess að auðvelda viðskiptavinum okkar lífið höfum við hjá Djúpalóni hafið framleiðslu á bragðmiklu gæða humarsoði og hafa viðtökur verið hreint frábærar. En fátt er betri en heit bragðgóð humarsúpa í kuldanum. Með því að eiga tilbúið soð tekur enga stund að laga ljúffenga humarsúpu eftir smekk hvers og eins.

    24.01.2019
    Við elskum að leita og finna
    Hér á heimasíðu Djúpalóns verður alltaf hægt að nálgast ferskan vörubækling  sem sýnir flest allt sem við höfum upp á að bjóða. Annars stendur ekki á okkur –  við getum nálgast nánast allt svo framalega sem það kemur úr hafinu!  Þannig endilega ef það eru séróskir ekki hika við að spyrja – við elskum að leita og finna.

    23.01.2019
    Fyrsti í þorra á morgun
    Bóndadagurinn er á morgun og því bjóðum við upp á vel kæstan frábæran hákarl og Vestfirskan harðfisk sem er ómissandi á veisluboðið yfir þorran.